Mariano Rajoy forsætisráðherra Spánar segir að ríkisstjórn landsins munu grípa til rótæks niðurskurðar í ríkisrekstrinum svo landið lendi ekki sömu vandræðum eins sum önnur Evrópulönd.

Niðurskurðurinn á að koma í veg fyrir að Spánn þurfi að fá neyðarlán frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, líkt og Írar, Grikkir og Portúgalir.

Niðurskurðurinn er að meðaltali 17% og nemur um 35 milljörðum samkvæmt óstaðfestum fréttum. Laun opinberra starfsmanna verð fryst en bætur verða ekki skertar.

Spánn er af mörgum talið verst stadda Evrópuríkið, utan þeirra sem þegar hafa þegið neyðaraðstoð. Hafa þeir bent á að fasteignabólann hafi verið mjög þanin þar í landi og því skuldir almennings miklar. Atvinnuleysi er hvergi hærra í Evrópu eða tæp 24%. Skuldir ríkisins eru þó talsvert minni en til dæmis Ítala.