Leiðtogar 17 stærstu ríkja Evrópu hafa ákveðið að reyna til þrautar að ná sáttum um langtíma áætlun fyrir evrusvæðið. Fundað verður um þessi mál í Brussell á næstunni, að því er greint er frá á vefsvæði breska ríkisútvarpsins BBC.

Áhyggjur hafa grafið um sig hjá forystumönnum Ítalíu, Grikklands, Spánar og Portúgals að undanförnu þar sem áhættuálag á 10 ára skuldabréf þessara ríkja hefur hækkað hratt að undanförnu.

Að sögn BBC standa vonir til þess að efnisatriði samkomulags geti legið fyrir áður en leiðtogar ESB-land hittast á fundi 24. og 25. mars nk.