Brasilíska leyniþjónustan, Abin, rannsaka nú aðgerð sem sögð er fela í sér áform sænska milljarðamæringsins Johan Eliasch um að kaupa risastóra hluta Amazon frumskógarins, sem stundum er kallaður „lungu heimsins”.

Ekki þykir draga úr alvarleika málsins að Eliasch er einn ráðgjafa Gordons Brown, forsætisráðherra Bretlands á sviði skógareyðingar- og umhverfisvænna orkugjafa.

Eitt stærsta og virtasta dagblað Brasilíu O Globo, segir frá því að það hafi fengið aðgang að leynilegri skýrslu frá leyniþjónustunni þar í landi, Agência Brasileira de Inteligência.

Þar segir m.a. á árunum 2006 og 2007 hafi Eliasch fundað með fjárfestum og lagt til kaup á hlutum Amazon-svæðisins, með það leiðarljósi að ekki myndi kosta meira en 50 milljarða dollara að kaupa frumskóginn allan, eða um 3600 milljarða króna.

Frumskógurinn þekur alls um 5,5 milljónir ferkílómetra lands og er um 60% hans innan landamæra Brasilíu.

Keypti 1600 ferkílómetra af frumskóginum

Elisach er sömuleiðis bendlaður við gjörðir samtakanna Cool Heart, þar sem hann situr í stjórn, en þau saka brasilísk yfirvöld um að hafa keypt með ólögmætum hætti 160 þúsund hektara af frumskóginum.

Segir blaðið að finna megi grunsamleg tengsl á milli háttsemi samtakanna og breskra stjórnmálamanna sem hafa gagnrýnt brasilísk harðlega fyrir að standa sig slælega í varðveislu frumskógarins. Árið 2006 keypti Eliash um 1.600 ferkílómetra landsvæði í hjarta skógarins af skógarhöggsfyrirtækinu Gethal fyrir um 8 milljónir punda. Þegar þetta vitnaðist kvaðst Elisach hafa keypt landið af umhverfisástæðum.