Ónafngreindur fjárfestir fól Kviku að safna hlutabréfum í Icelandair Group síðastliðinn miðvikudag. Viðskiptin voru bundin því skilyrði að takast myndi að kaupa 150 milljónir hluta í félaginu að nafnvirði eða því sem jafngildir 3% hlut í félaginu. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu .

Kvika fór í það að afla bréfa í félaginu upp úr hádegi á miðvikudaginn og hljóðaði tilboð fjárfestisins upp á gengið 15 krónur á hlut og var það sama gengi og bréf félagsins stóðu í við lokun markaða á þriðjudag.

Þó gengu viðskiptin ekki eftir. Stórir hluthafar í Icelandair voru ekki tilbúnir að ganga við tilboðinu. Hefðu viðskiptin gengin eftir hefði fjárfestirinn orðinn einn stærsti hluthafi Icelandair og greitt fyrir það nálega 2,3 milljarða króna, að því er kemur fram í frétt Morgunblaðsins.