„Við leituðum til Randi Zuckerberg en hún verður upptekin þegar ráðstefnan verður haldin,“ segir indverski fjárfestirinn Bala Kamallakharan. Hann stóð fyrir fyrstu ráðstefnunni Startup Iceland í byrjun síðasta sumars. Næsta ráðstefna verður haldin 1. júní næstkomandi og mun hún standa yfir í fjóra daga. Á Startup Iceland er teflt saman frumkvöðlum, fjárfestum og fyrirmönnum frá nokkrum af heitustu nýsköpunarsamfélögum veraldar.

Randi Zuckerberg, er ein af þremur systrum Mark Zuckerberg, stofnanda og forstjóra Facebook. Hún er 31 árs, fædd í febrúar árið 1982 og fyrrverandi markaðsstjóri Facebook. Randi er eins og bróðir hennar mikils metin í tækni- og nýsköpunargeiranum í Bandaríkjunum.

Bala Kamallakharan hefur verið búsettur hér á landi um nokkurra ára skeið og er m.a. stjórnarformaður Clara.

Búið er að bóka 14 gesti á næstu nýsköpunarráðstefnu Startup Iceland . Þar á meðal eru Alex Torrenegra, stofnandi og forstjóri VoiceBunny, John Sechrest, Helga Waage, dr. Þór Sigfússon hjá Sjávarklasanum og fleiri.

Bala Kamallakharan
Bala Kamallakharan
© BIG (VB MYND/BIG)
Bala Kamallakharan.