Stjórn Actavis hafnaði í síðustu viku rúmlega 15 milljarða dala, rúmlega 1.800 mlljarða króna, yfirtökutilboði frá bandaríska lyfjafyrirtækinu Mylan. Bloomberg-fréttastofan segir tilboðið hafa falið í sér greiðslu í formi reiðufjár og hlutafjár í Mylan.

Reuters-fréttastofan bætir því við að eigendur Mylan hafa hætt við frekari tilraunir við yfirtöku á Actavis eftir að gengi þess síðastnefnda hækkaði nokkuð í síðustu viku. Það stendur nú í 121,68 dölum á hlut í kauphöllinni í New York og nemur markaðsverðmæti Actavis því 15,5 milljörðum dala, jafnvirði 1.900 milljarða íslenskra króna.