Tveir voru handteknir síðasta föstudag vegna fjárkúgunartilraunar á hendur Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra. Greint er frá þessu á Vísi .

Þar kemur fram að einstaklingarnir hafi reynt að kúga milljónir út úr Sigmundi Davíð. Í bréfi sem barst Sigmundi og fjölskyldu hans hafi þess verið krafist að þau myndu reiða fram fjárhæðina, ella yrðu upplýsingar sem áttu að vera viðkvæmar fyrir forsætisráðherra gerðar opinberar.

Málið var umsvifalaust tilkynnt lögreglu sem handtók í kjölfarið einstaklingana tvo.