Fjármálasérfræðingar í Bretlandi velta því fyrir sér hvort Baugur muni aftur reyna að taka þátt í hugsanlegri yfirtöku á Somerfield efir að ákærum í Baugsmálinu svokallaða var vísað frá dómi í gær. Þetta kemur fram í Viðskiptablaðinu í dag.

Baugur neyddist draga sig út úr hópi fjárfesta, sem inniheldur breska bankann Barclays Capital, fjárfestingasjóðinn Apax Partners og auðjöfurinn Robert Tchenguiz, vegna Baugsmálsins. Somerfield hefur gefið hugsanlegum kaupendum fjögurra vikna frest til þess að gera tilboð í félagið. Hópur, leiddur af Livingstone-bræðrunum bresku, hefur einnig lýst yfir áhuga á Somerfield.

Talsmenn Baugs segja niðurtöðuna jákvæða. Gunnar Sigurðsson, framkvæmdastjóri fjárfestinga Baugs í Bretlandi, segir hana góðar fréttir en bendir á á málinu sé ekki lokið. Hann segir hana þó skref í rétta átt. Gunnar vildi ekki segja til um hvort að Baugur muni reyna aftur við Somerfield.

Sjá nánar í Viðskiptablaðinu í dag.