*

fimmtudagur, 20. júní 2019
Fólk 11. október 2016 14:53

Reynir Ingi til Expectus

Reynir Ingi Árnason er nýr stjórnendaráðgjafi hjá ráðgjafafyrirtækinu Expectus.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Reynir kemur til liðs við Expectus frá Deloitte, þar sem hann starfaði sem fjármálaráðgjafi eftir að hafa lokið meistaranámi í Danmörku. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.

„Reynir er með meistaragráðu í hagfræði og fjármálum frá Copenhagen Business School og B.Sc. í hagfræði frá Háskóla Íslands. Lokaverkefnið í CBS snéri að stærstu framtakssjóðum á heimsvísu og áhrifin sem skráning á markað hefði á frammistöðu þeirra. Hann er kvæntur Rebekku Ólafsdóttur hagfræðingi sem starfar sem forstöðumaður áhættueftirlits hjá Gildi lífeyrissjóði og saman eiga þau tvö börn,“ segir í tilkynningunni.

„Reynir bætist í öflugan hóp ráðgjafa hjá Expectus sem var valið Fyrirtæki ársins 2016 í hópi millistórra fyrirtækja í árlegri könnun VR,“ segir að lokum.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is