Reynir Grétarsson, stofnandi Creditinfo Group, keypti hlutabréf í Arion banka fyrir um milljarð króna, af bandaríska vogunarsjóðnum Taconic Capital þegar sjóðurinn seldi öll bréf sín í bankanum í síðustu viku að því er Fréttablaðið greinir frá.

Þá keyptu eignarhaldsfélög og efnaðir einstaklingar stóran hlut bréfanna í gegnum framvirka samninga hjá bönkunum. Auk þess bættu verðbréfasjóðir við hluti sinn í bankanum. Reynir á nú um 0,5% hlut í bankanum og er með 30 stærstu hluthafa bankans.

Reynir gekk nýverið frá sölu á um helmingi af 70% hlut sínum Creditinfo til framtakssjóðsins Levine Leitchman Capital en Fréttablaðið segir söluandvirðið hafa numið allt að 10 milljörðum króna.

Líkt og Viðskiptablaðið greindi frá seldi Taconic öll bréf sín í bankanum fyrir ríflega viku fyrir um 20 milljarða króna. Á síðasta ári átti Taconic tæplega fjórðungshlut í bankanum en hefur selt öll þau bréf á undanförnum mánuðum.