Reynir Grétarsson, einn stofnenda Creditinfo, á von á miklum breytingum á íslenskum fjármálamarkaði á næstu árum. „Það er svona „power to the people“ að fara að gerast,“ sagði Reynir í hlaðvarpsþættinum The Snorri Björns Podcast Show.

Hann lýsir því að Creditinfo hafi stuðlað að bættum samskiptum á milli fjármálastofnana annars vegar og einstaklinga eða almennra fyrirtækja hins vegar í tæp 25 ár. Creditinfo hafi þó yfirleitt þjónustað fjármálastofnanir beint, þ.e. hjálpað lánveitendum að meta láns- og greiðsluhæfi umsækjenda.

Sjá einnig: Of villtir til að fá inn góðan forstjóra

Reynir er stærsti hluthafi fjártæknifyrirtækisins Two Birds sem þróar viðskiptalausnir á fasteigna- og fjármálamarkaði. Two Birds, sem var stofnað fyrir fjórum árum, keypti heimasíðuna Aurbjörgu í ársbyrjun 2020. „Við ætlum og erum að vinna í þessu út frá einstaklingnum og litlu fyrirtækjunum,“ segir Reynir.

„Þetta var þannig þegar ég var að byrja í þessum viðskiptum, þá þurftir þú að fara að suða og grábiðja bankann. Núna fer þetta að vera þannig að fjármálastofnanirnar - þar með talið tryggingafélög og þau sem eru að selja sparnað og fjármálaþjónustu - þurfa að sækja kúnnann.“

Reynir tekur tryggingageirann sem dæmi. Þar sér hann fyrir sér að einstaklingar og fyrirtæki geti lagt fram upplýsingar um sig, fengið í kjölfarið tilboð frá öllum tryggingafélögum og einfaldlega valið það besta. Ef að ódýrari trygging býðst annars staðar síðar þá þarf fólk að vita af því. „Þá þarf að vera einhver sem tryggir það að það sé ekki upplýsingalegt misræmi.“

„Menn hafa að einhverju leyti komist upp með að vera ekki gagnsæir með verðin sín eða [verið með] einhverjar hindranir svo að menn fari ekki á milli. En til lengri tíma munu þessi fyrirtæki keppa í tækni, í því hvernig þeir fjármagna sig, og þjónustu. Fá kúnnan til sín þannig, frekar heldur en að reyna að vera með verð sem eru ógagnsæ og halda kúnnanum [með þeim hætti].“

Hann rifjar upp sögu af eldri frænku sinni sem sagði við ungan frænda sinn, sem var þá nýkominn með bílpróf, að hún myndi fara til tryggingafélagsins síns og útvega honum góð kjör. Hún hafði þá verið tjónljós í tæplega 50 ár og taldi að frædinn gæti notið góðs af því.

„Það kom í ljós að hann fékk ódýrara verð heldur en hún var að borga af því að hún hafði aldrei beðið um afslátt. Það var bara hækkað hægt og rólega á hana. Þetta fer allt að breyast.“

Breytileg vaxtakjör eftir lánshæfi æskileg

Reynir lýsir því í einföldu máli að viðfangsefni lánveitenda sé að meta hvert eigi að setja peninginn, hvar hann gerir mesta gagn og hvar er áhættan mest ásættanleg. Þar sem áhætta er til staðar þurfi að verðleggja hana rétt.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði