Reynir Smári Atlason hefur verið ráðinn til starfa hjá Landsbankanum. Hann mun sinna störfum tengdum samfélagsábyrgð og sjálfbærnimálum bankans. Reynir mun hefja störf 1. október.

Reynir er einn af stofnendum ráðgjafarfyrirtækisins Circular Solutions og hefur í gegnum störf sín komið að flestum grænum skuldabréfaútgáfum hér á landi, ásamt því að aðstoða mörg af stærstu fyrirtækjum landsins við upplýsingagjöf um samfélagsábyrgð og sjálfbærni.

Reynir lauk doktorsprófi í umhverfis- og auðlindafræði frá Háskóla Íslands árið 2015. Hann starfaði sem lektor við verkfræðideild Háskólans í Suður-Danmörku (SDU) frá 2015 til 2019. Á undanförnum árum hefur hann birt fjölda ritrýndra greina og bókakafla á sviði umhverfisvísinda og sjálfbærni.

Reynir bætist nú í hóp þeirra sem vinna að því að fylgja markmiðum Landsbankans á vettvangi samfélagsábyrgðar eftir, meðal annars hvað varðar ábyrgar fjárfestingar, upplýsingagjöf til hagsmunaaðila, sjálfbærniáhættu og fleira.