*

miðvikudagur, 15. júlí 2020
Innlent 27. febrúar 2013 20:21

Reynir Traustaston færir hlut sinn í DV í hlutafélag

Félag í eigu Reynis Traustasonar er nú orðið næst stærsti hluthafinn í DV eftir nýlegt hlutafjárútboð.

Gísli Freyr Valdórsson
Haraldur Guðjónsson

Ólafstún ehf. og Umgjörð ehf. eru nú stærstu einstöku hluthafa í DV eftir hlutafjáraukningu félagsins. Eins og Viðskiptablaðið greindi frá um miðjan janúar sl. var samþykkt að auka hlutafé félagsins um 40 milljónir króna.

Ólafstún, sem skráð er með 25,5% hlut DV, er að fullu í eigu Reynis Traustasonar, ritstjóra DV, en var áður í eigu Jóns Trausta Reynissonar, framkvæmdastjóra DV. Reynir var áður skráður fyrir tæplega fjórðungshlut í félaginu á sínu nafni. Jón Trausti er skráður fyrir 1,2% hlut.

Umgjörð er í eigu Ástu Jóhannesdóttur og á um 28% hlut í félaginu. Þá hefur Umgjörð aukið sinn hlut um rúm 9%. Lilja Skaftadóttir, sem var stærsti hluthafinn, á áfram 17,2% hlut í félaginu. Þá kemur Ólafur M. Magnússon, stjórnarformaður DV, inn í eigendahópinn með um 5,3% hlut en Kú ehf., sem einnig er í hans eigu, á 0,6% hlut.

Eignarhaldsfélagið Tryggvi Geir, sem er í eigu Þorsteins Guðnasonar og var stofnað í desember sl., á nú 9,2% hlut í félaginu og kemur jafnframt nýtt inn í hlutahafahópinn.

Eignarhaldsfélagið Arev, sem áður átti 8,2% hlut fer einnig út úr hluthafahópnum.

Athugasemd: Í fyrri útgáfu þessarar fréttar kom fram að Ólafstún væri í eigu Jóns Trausta. Jón Trausti hefur komið þeirri ábendingu á framfæri að félagið sé nú alfarið í eigu föður hans, Reynis Traustasonar. Það leiðréttist hér með.

Hluthafalisti DV og eignarhlutur í prósentum:

 • Umgjörð ehf Ásta Jóhannesdóttir - 27,99%
 • Ólafstún ehf. - 25,46%
 • Lilja Skaftadóttir Hjartar - 17,23%
 • Tryggvi Geir ehf. - 9,18%
 • Gegnsæi ehf. - 6,57%
 • Ólafur M. Magnússon - 5,26%
 • Meiriháttar ehf. - 1,45%
 • Jón Trausti Reynisson - 1,20%
 • Catalina ehf. - 1,19%
 • Ingi F. Vilhjálmsson - 0,60%
 • Dagmar Una Ólafsdóttir - 0,60%
 • Gísli Jónsson - 0,60%
 • Innrömmun Sigurjóns - 0,60%
 • Kú ehf. - 0,60%
 • Hrafn Margeirsson - 0,43%
 • Víkurós ehf. - 0,30%
 • Elín Guðný Hlöðversdóttir - 0,19%
 • María Peta Hlöðversdóttir - 0,19%
 • Kolfinna Hagalín Hlöðversdóttir - 0,19%
 • Sigríður Sigursteinsdóttir - 0,17%
 • Reynir Traustason - 0,00%
 • Eignarhaldsfélagið AREV ehf. - 0,00%

 

Á meðal efnis í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun er:

 • Stefnt á allt að tvöföldun Marina-hótelsins
 • Kröfuhafar Stoða hafa fengið 16 milljarða
 • Arion banki stefnir á frekari erlendar lántökur
 • Simmi og Jói tala um viðskiptahliðina á Fabrikkunni
 • 100 þúsund bílar skiptu um eigendur árið 2007
 • Slitastjórn Kaupþings þarf að greiða japönskum banka sex milljarða
 • Verðtryggð lán heimilanna nema 1.300 milljörðum króna
 • Kanadamenn kátir með kaup á hluta Icelandic Group
 • Starfshópur skilar skýrslu um Íbúðalánasjóð í mars 
 • Guðjón Már Guðjónsson, framkvæmdastjóri Oz, nýr pistlahöfundur Viðskiptablaðsins, skrifar um hlutverk sprota í hagkerfinu
 • Útsölulok auka verðbólguna
 • Háskólakennara vantar hvata til að leggja metnað í kennslu 
 • Stangveiðifélög og veiðiverslanir bjóða upp á hnýtingarnámskeið
 • Viðskiptablaðið ræðir við Herwig Lejsek hjá Videntifier Technologies og samning við Interpol
 • Það helsta úr VB sjónvarpi í vikunni sem leið
 • Óðinn skrifar um ríkiseinokun bankanna
 • Leikstjórinn Silja Hauksdóttir ræðir um sjónvarpsþættina Ástríði
 • Nærmynd af Katrínu Olgu Jóhannesdóttur, viðskiptafræðing ársins.
 • Huginn & Muninn eru á sínum stað auk Týs sem fjallar um Jón Ásgeir og Williams-liðið í Formúlunni
 • Þá eru í blaðinu myndasíður, pistlar og margt, margt fleira