Eins og fram komu í morgun hefur Fjármálaeftirlitið (FME) grundvelli laga, sem sett voru í október síðastliðnum vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði, gripið inn í rekstur Straums-Burðaráss.

Í október síðastliðnum tók FME sem kunnugt er yfir rekstur Glitnis, Landsbankans og Kaupþings þannig að Straumur er fjórði bankinn sem tekinn er yfir.

Þá kemur fram á vef FME að innstæður í innlendum viðskiptabönkum, sparisjóðum og útibúum þeirra hér á landi tryggðar að fullu. Straumur hafði viðskiptabankaleyfi og fellur því undir þessa tryggingu.

Þá hefur Fjármálaeftirlitið skipað skilanefnd sem tekur við öllum heimildum stjórnar Straums.

Skilanefndin er þannig skipuð:

  • Reynir Vignir, formaður, löggiltur endurskoðandi
  • Kristinn Freyr Kristinsson, löggiltur endurskoðandi
  • Arna Guðrún Tryggvadóttir, löggiltur endurskoðandi
  • Elín Árnadóttir, lögfræðingur (HDL)
  • Ragnar Þórður Jónasson, lögfræðingur (HDL)