Stefnt er að opnun 800 fer­­metra raf­­í­­þrótta­vallar með góðri að­­stöðu til æfinga, keppni og skemmtun í raf­­í­­þróttum við Hall­veigar­­stíg 1 og mun völlurinn bera nafnið Heima­­völlur. Þetta kemur fram í til­­­kynningu

Einnig mun fyrsti „E­­sports" bar landsins opna í hliðar­­sal, þar sem á­huga­­fólk um raf­­í­­þróttir geta komið saman á einum stað til að fylgjast með stærstu mótunum hér heima og er­­lendis.

Að stofnun fé­lagsins koma reynslu­­boltar úr at­vinnu­lífinu, en stjórnar­­for­­maður fé­lagsins er Guð­jón Már Guð­jóns­­son, eig­andi og fram­­kvæmda­­stjóri tækni­­­fyrir­­­tækisins OZ. Á­­samt Guð­jóni skipa stjórnina Melína Kolka Guð­­munds­dóttir vara­­for­­maður Raf­­í­­þrótta­­sam­­taka Ís­lands og stofnandi Tölvu­­leikja­­sam­bands ís­­lenska kvenna, Gestur Péturs­­son for­­stjóri Veitna, Jóhannes Þór Skúla­­son fram­­kvæmda­­stjóri Sam­­taka ferða­­þjónustunnar og Tryggvi Freyr Elínar­­son eig­andi og þróunar­­stjóri Datera.

Fram­­kvæmda­­stjóri Heima­vallar er Gunnar Þór Sigur­jóns­­son en hann er fyrrum upp­­­lýsinga­­öryggis­­stjóri hjá Sam­­keppnis­­eftir­­litinu á­­samt því að vera raf­­í­­þrótta­­spilari til fjölda ára og virkur í fjöl­breyttu fé­lags- og ung­­menna­­starfi.

„Það er mikill heiður að vera hluti af svona sterku teymi sem ætlar að því að koma raf­­í­­þróttum á Ís­landi upp á næsta stig. At­vinnu­lífið hér heima er byrjað að sjá tæki­­færin í þessum risa­­stóra og sí­stækkandi markaði, enda flest stærstu vöru­­merki heims að tengja sig við raf­­í­­þróttir.

Þess vegna skiptir okkur miklu máli að gera hlutina vel og í þéttu sam­­starfi við Raf­­í­­þrótta­­sam­tök Ís­lands og raf­­í­­þrótta­­deildir í­­þrótta­­fé­laganna. Mark­mið okkar er að vera hluti af og vinna með raf­­í­­þrótta­­sam­­fé­laginu á Ís­landi að þessari spennandi þróun,“ segir Gunnar Þór í til­­­kynningunni.