Tryggvi Pálsson er nýr formaður bankaráðs Landsbankans og tekur við af Gunnari Helga Hálfdánarsyni. Tryggvi hefur áratugalanga reynslu úr bankaheiminum eftir að hafa meðal annars gegnt starfi framkvæmdastjóra fjármálasviðs Seðlabanka Íslands um tíu ára skeið en hann var einnig um tíma bankastjóri Íslandsbanka og Verslunarbanka Íslands á árum áður.

Á seinni árum hefur Tryggvi lært að spila á gítar. Hann hefur til að mynda gefið út einn geisladisk ásamt félögum sínum, þeim Eyjólfi Árna Rafnssyni, forstjóra Mannvits, og Hrólfi Jónssyni, framkvæmdastjóra hjá Reykjavíkurborg. Diskurinn hefur þó ekki verið seldur í einu einasta eintaki heldur verið gefinn til vina og vandamanna að sögn Tryggva.

Aðspurður um stefnu hljómsveitarinnar segir Tryggvi að um gleðisveit sé að ræða en hann sér sjálfur um textasmíði sveitarinnar og Hrólfur semur lögin. Sveitin kynnir sig undir nafninu Tríó Tryggva Pálssonar (eins og samnefndur diskur) en er stundum nefnt Kóngsbakkatríóið.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér .