Prins Póló er auðmjúkur en afar sjálfmiðaður einstaklingur sem heldur alltaf að hann sé í sinni eigin afmælisveislu. Hann býr sér til nýja kórónu fyrir hverja tónleika og í lok þeirra afhendir hann hana einhverjum í áhorfendaskaranum. Þannig lætur hann krúnuna ganga og lætur gott af sér leiða. Lögin eru reynslusögur hans úr lífinu, til dæmis því þegar hann verður ástfanginn í fermingarveislu.

„Þetta eru áleitnar spurningar um lífið og tilveruna, eins og til dæmis hvort það sé mikilvægt að vera hress,“ útskýrir Svavar Pétur Eysteinsson tónlistarmaðurinn að baki Prins Póló. „Ég hugsa hann mjög myndrænt; ég eyði jafnmiklu púðri í mynd og hljóð þó svo að hvort tveggja sé frekar tilviljanakennt. Ég nýt þess að gera myndbönd við lögin. Í sum þeirra ver ég miklum tíma og hugsa út í hörgul en stundum koma þau alveg spontant. Ég lærði og starfa við grafíska hönnun og hef mjög gaman af því að vinna með myndræna framsetningu.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .