Englandsbanki tilkynnti í gærmorgun um 50 milljarða fjármagnsinnspýtingu til bankastofnana í því augnamiði að hleypa lífi í húsnæðismarkaðinn og losa um hömlur á peningamarkaði. Bankinn varaði engu að síður við því að skattgreiðendur gætu að lokum þurft að ábyrgjast hærri upphæð heldur en 50 milljarða punda.

Samkvæmt áætlun Englandsbanka geta bankar fengið að láni allt að 50 milljarða punda í formi ríkisskuldabréfa í skiptum fyrir veð í fasteignatryggðum skuldabréfavafningum. Aðgerðum bankans er ætlað að lækka fjármagnskostnað og bregðast við þrengingum á fasteignamarkaði. Með því að bjóða bankastofnunum ríkisskuldabréf eykur hann fjármagn þeirra og gerir þeim auðveldara fyrir að lána.

_______________________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .