Stjórn Orkuveitunnar íhugar að færa 8-12 milljarða króna úr sjóði fyrirtækisins inn í reksturinn, hækka gjaldskrá um allt að 8%, reyna að selja eignir og hagræða í rekstri fyrirtækisins til þess að bjarga fjárhag fyrirtækisins. Fréttablaðið segir aðgerðirnar miðað að því að bæta lánshæfismat og tryggja endurfjármögnun OR en skuldir fyrirtækisins nema um 240 milljörðum króna.

Blaðið vitnar í minnisblað forstjóra OR þar sem fram kemur að stjórn fyrirtækisins var tekin í bólinu af Norræna fjárfestingarbankanum í upphafi árs þegar bankinn sagði OR ekki fýsilegan lántaka og bauð svo lán á mun verri kjörum en áður buðust.

Þeir 8-12 milljarðar króna sem rætt hefur verið að leggja í rekstur fyrirtækisins fengust við sölu hlutar OR í Landsvirkjun en fyrirtækið á í sjóði 17 milljarða eftir þá sölu.