Lögregla hefur lokið rannsókn á máli Gunnars Andersen, fyrrverandi forstjóra FME, og hefur sent málið til ríkissaksóknara.

Innanhúsreglan hjá Ríkissaksóknara var lengi sú að afgreiða mál sem þangað berast innan mánaðar, en ekki er hægt að standa við það í öllum tilvikum, að sögn Sigríðar Friðjónsdóttur ríkissaksóknara.

„Ég vil engu svara um afgreiðslutímann á máli Gunnars Andersen frekar en í öðrum málum,“ segir Sigríður.

Þrír menn til viðbótar hafa réttarstöðu sakbornings í málinu, þar á meðal Ársæll Valfells, lektor við Háskóla Íslands, og fóru upplýsingar um meinta þátttöku þeirra í málinu einnig til ríkissaksóknara.