Íslandsstofa, utanríkisráðuneytið og Samtök atvinnulífsins skoða möguleikann á að leggja fram kröfu um ógildingu á vörumerki bresku matvöruverslunarkeðjunnar Iceland á vörumerkinu Iceland í ríkjum ESB.

Gert í samstarfi við sérfræðinga

Væri þetta gert í samstarfi við Árnason faktor, sem sérhæfir sig í ráðgjöf vegna vörumerkjaskráninga og hugverkaréttinda, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins .

Ráðgert er að aðilar muni funda um málið 28. september næstkomandi til að taka ákvarðanir um næstu skref, en þetta er í annað sinn sem þetta mál kemur upp.

Árekstrar við Inspired by Iceland

Fyrir ellefu árum síðan gerði Steingrímur J. Sigfússon, þáverandi formaður Vinstri Grænna athugasemd við það á Alþingi að fyrirtækið gerði nafn Íslands að vörumerki sínu, en þá hafði Iceland keðjan sent inn umsókn um skráningu vörumerkisins bæði hjá bresku og evrópsu einkaleyfastofunni.

Íslandsstofa hefur skráð vörumerkið Inspired by Iceland víða erlendis, það hefur víst almennt gengist vel, en andmæli hafi þó borist þegar verið sé að skrá vörumerkið fyrir vöruflokka sem skarast á við þá sem vörumerki verslanakeðjunnar Iceland er skráð fyrir.