Tíu þingmenn munu í dag leggja fram frumvarp sem er ætlað að sporna gegn könnutöluflakki. Fyrstu flutningsmaður er Karl Garðarson, þingmaður Framsóknar, en alls koma þingmennirnir úr fjórum flokkum.

Frumvarpið gengur út á að gæta að þess að setja auknar kröfur til stofnenda, stjórnarmanna og framkvæmdastjóra í hlutafélögum og einkahlutafélögunum . Samkvæmt frumvarpinu mega stofnendur, stjórnarmenn og framkvæmdastjórara ekki hafa verið í forsvari fyrir félag, ef hann hefur þegar verið í forsvari fyrir tvö félög eða fleiri sem hafa orðið gjaldþrota á síðustu þremur árum.

Í greinargerð með frumvarpinu kemur fram að starfshópur á vegum ríkisskattstjóra hefur undanfarið kannað umfang skattaundanskota í atvinnustarfsemi hér á landi. Niðurstaða könnunarinnar er sú að um 80 milljarða vanti upp á þær skatttekjur sem umsvif í þjóðfélaginu gefa vísbendingar um hverjar ættu að vera. Kennitöluflakk sé hluti þeirra skattaundanskota og því vilji þeir ráðast til atlögu gegn því.

Íþyngjandi en nauðsynlegt

Karl segir að frumvarpið sé vissulega íþyngjandi, en það sé þó nauðsynlegt með tilliti til þeirra hagsmuna sem fyrir hendi eru. „Stundum er nauðsynlegt að setja skorður á frelsið, sérstaklega ef hagmunir þorra almennings eru þess eðlis,“ segir Karl. Hann segist einnig ætla að leggja fram fleiri frumvörp á næstu mánuðum þar sem tekið er á kennitöluflakki.