*

miðvikudagur, 28. júlí 2021
Innlent 31. janúar 2017 16:18

Reynt að svíkja út milljónir

Reynt var að svíkja hátt í sex milljónir króna út úr íslensku fyrirtæki í gær með bíræfnum tölvupósti.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Í tilraun til að svíkja fé út úr fyrirtæki voru fölsk fyrirmæli send í tölvupósti framkvæmdastjóra fyrirtækis hér á landi til annars yfirmanns hjá fyrirtækinu sem hefur heimild til að greiða reikninga, að því er kemur fram í frétt Landsbankans um málið.

„Í póstinum var viðkomandi beðinn um að millifæra andvirði tæplega sex milljóna króna á reikning hjá banka á meginlandi Evrópu," segir í fréttinni.

„Starfsmaðurinn sá í gegnum svikamylluna og ekkert fé tapaðist. Þegar bið varð á að millifærslan skilaði sér sendu þrjótarnir ítrekanir og ráku á eftir greiðslu.

Fyrirtækið sem um ræðir er í viðskiptum við Landsbankann og höfðu starfsmenn fyrirtækisins og bankans samvinnu um viðbrögð við svikatilrauninni.“

Stikkorð: Landsbankinn tölvupóstur svik