Stjórnarformaður Time Warner, Richard Parson, segir líklegt að hann hætti störfum á næsta ári. Þetta kom fram á aðalfundi félagsins, en Parson sagði hluthöfum að hann teldi ólíklegt að hann væri enn stjórnarformaður þegar aðalfundur 2009 yrði haldinn.

Talið er að forstjóri fyrirtækisins, Jeffrey Bewkes, taki við stjórnarformennsku af Parson. Samningur Bewkes kveður á um að verði hann ekki kosinn stjórnarformaður fyrir 1. janúar 2009 fær hann starfslokagreiðslu og hættir störfum hjá félaginu.