Japanski skrifstofuvélaframleiðandinn, Ricoh, hefur tilkynnt að um 10 þúsund starfsmönnum fyrirtækisins verði sagt upp á heimsvísu. Heildarfjöldi starfsmanna fyrirtækisins er 110 þúsund en það lenti í talsverðum hremmingum í kjölfar fjármálakreppunnar og hækkunar jensins og því er hagræðingar þörf. Frá þessu greinir BBC og hefur eftir Shiro Kondo, forstjóra Ricoh, að fram til þessa hafi lítið verið hróflað við óhagkvæmum rekstrareiningum en nú sé þess þörf.

Uppsagnirnar munu væntanlega kosta um 733 dali á næstu tveimur árum en að sama skila rekstrarhagræðingu upp á rúmlega tvöfalda þá upphæð á þremur árum.

Panasonic, annað þekkt japanskt rafeindafyrirtæki, sagði upp 17 þúsund manns í apríl í hagræðingarskyni.