*

miðvikudagur, 21. október 2020
Innlent 15. nóvember 2019 16:41

Rífandi gangur á fasteignamarkaði

Velta á fasteignamarkaði í október hefur ekki verið meiri síðan í júlí 2015 og það sama á við um fjölda kaupsamninga

Ritstjórn
Mikil fjöldi kaupsamninga og velta einkenndi fasteignamarkaðinn á höfuðborgarsvæðinu í október.
Haraldur Guðjónsson

„Fjöldi þinglýstra kaupsamninga um fasteignir við sýslumannsembættin á höfuðborgarsvæðinu í október 2019 var 988. Heildarvelta nam 50,8 milljörðum króna og meðalupphæð á hvern kaupsamning var 51,4 milljónir króna.“ 

Þetta kemur fram í nýjum tölum Þjóðskrá Íslands sem birtar voru í dag. 

„Þegar október 2019 er borinn saman við september 2019 fjölgar kaupsamningum um 39,5% og velta eykst um 34,5%. Í september 2019 var 708 kaupsamningum þinglýst, velta nam 37,7 milljörðum króna og meðalupphæð á hvern kaupsamning 53,3 milljónir króna.

Þegar október 2019 er borinn saman við október 2018 fjölgar kaupsamningum um 56,1% og velta eykst um 48,5%. Í október 2018 var 633 kaupsamningum þinglýst, velta nam 34,2 milljörðum króna og meðalupphæð á hvern kaupsamning 54 milljónir króna,“ segir í frétt á vef Þjóðskrá.