Þjóðatkvæðagreiðsluflokkarnir, Samfylking og VG, vilja nú ekkert af þjóðaratkvæðagreiðslum vita. Á sama tíma leggja þeir fram frumvarp um þjóðaratkvæðagreiðslur þótt það frumvarp sé vissulega fyrirbæri.

Þetta segir á vef Vefþjóðviljans í gær þar sem rifjaðar eru upp landsfundarályktanir ríkisstjórnarflokkanna frá því fyrr á þessu ári í tilefni umræðunnar um mögulega þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave frumvarpið.

Andríki, útgáfufélag Vefþjóðviljans, segir vefritið alltaf hafa varað við því að þjóðaratkvæðagreiðslur geti snúist upp í skrípaleik en það að „skrípóið“ hæfist, um leið og fyrir Alþingi liggi frumvarp um þjóðaratkvæðagreiðslur, fari fram úr vonum og gagnrýnir Andríki frumvarpið nokkuð.

Andríki segir fyrrnefnt frumvarp ekki vera í tak við það sem kosningastefnuskrár ríkisstjórnarflokkanna mæltu fyrir um fyrir kosningar s.l. vor. Þannig er rifjað upp að í kosningaáherslum Vinstri grænna, sem samþykkt var á landsfundi flokksins í mars sl. að stefna flokksins feli í sér að ákveðinn hluti þjóðarinnar „geti með undirskrift sinni átt frumkvæði að þjóðaratkvæðagreiðslum um öll stórmál eða krafist þingrofs og nýrra kosninga.“

Í stjórnmálaályktun Samfylkingarinnar kemur fram að nauðsynlegt sé að gera breytingar á stjórnarskránni til að tryggja rétt almennings til þjóðaratkvæðagreiðslu.

Sjá nánar á vef Andríkis .