Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bernhard ehf. um innköllun á Honda bifreiðum af gerðinni Accord. Um er að ræða alls 1.054 bifreiðar árgerð 2002-2008. Kemur þetta fram á vefsíðu Neytendastofu.

Ástæða innköllunarinnar er að saltmengaður snjór sem berst inn með skóbúnaði ökumanns getur borist af gólfteppi í vélartölvu sem staðsett er í miðjustokk undir mælaborði bifreiðarinnar.Þegar og ef saltmengaður snjór kemst í snerting við vélartölvuna myndast tæring sem getur borist inn í tölvuna og truflað virkni hennar meðal annars með því að kveikja viðvörunarljós í mælaborði eða í versta falli hindra gangsetningu bifreiðarinnar.

Bernhard hefur þegar haft samband við hlutaðeigandi bifreiðareigendur.