*

mánudagur, 18. janúar 2021
Innlent 8. nóvember 2020 16:05

Ríflega 1,5 milljarða hagnaður

Hraðfrystihúsið Gunnvör ríflega tvöfaldaði hagnað sinn frá fyrra ári á síðasta ári. Útgerðin velti 7,5 milljörðum króna í fyrra.

Ritstjórn

Hraðfrystihúsið Gunnvör, sem nokkuð hefur verið á milli tannanna á fólki eftir að COVID-19 hópsmit kom upp um borð í skipinu Júlíusi Geirmundssyni sem félagið gerir út, hagnaðist um ríflega einn og hálfan milljarð króna á síðasta rekstrarári og ríflega tvöfaldaðist hagnaðurinn frá fyrra ári.

Útgerðin velti um 7,5 milljörðum króna á síðasta ári og nam veltuaukning frá fyrra ári um 1,5 milljörðum króna. Eignir útgerðarinnar námu tæplega 16 milljörðum króna í lok síðasta árs og eigið fé nam 4 milljörðum króna. Laun og annar starfsmannakostnaður nam 3 milljörðum króna á síðasta ári en stöðugildi voru að jafnaði 158 á árinu 2019.

Einar Valur Kristjánsson er framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar en hann er jafnframt þriðji stærsti hluthafi fyrirtækisins með tæplega 7% hlut í sinni eigu.