Ríflega 16200 hafa kosið utan kjörfundar vegna sveitarstjórnarkosninganna, sem fara fram á laugardag. Þar af hafa 7840 kosið hjá Sýslumanninum í Reykjavík. 175 hafa kosið í Reykjavík það sem af er degi.

Talsvert fleiri atkvæði hafa nú borist en á sama tíma fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar. Fleiri höfðu þó greitt atkvæði utan kjörfundar fyrir síðustu forseta- og alþingiskosningar.