Tæp 5% þeirra heimila sem eru með fasteignalán hjá Íbúðalánasjóði voru með lánin í vanskilum í lok janúar. Hlutfallið lækkar milli mánaða því í  lok desember voru um 5,5% heimila með lán í vanskilum. Í lok janúar nam fjárhæð vanskila einstaklinga 4,1 milljarði króna. Af þeim 2.310 heimilum sem voru með lán í vanskilum voru 100 heimili með frystingu á sínum lánum. Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs sem kom út í dag.

Heildarútlán Íbúðalánasjóðs í janúar námu 547 milljónum króna, en almenn lán námu 423 milljónum. Til samanburðar námu almenn útlán í janúar í fyrra 489 milljónum króna.

Greiðslur Íbúðalánasjóðs vegna íbúðabréfa og annarra skuldbindinga námu 2,9 milljörðum króna í janúar. Uppgreiðslur námu 1,9 milljarði samanborið við 2,1 milljarð í janúar í fyrra.