Ferðalög forsvarsmanna Milestone hafa kostað félagið ríflega 31 milljón króna á þessu ári, en stærsti hlutinn er vegna leigu á einkaflugvélum. Vélarnar voru leigðar af Netjets og Close Air.

Samtals er kostnaður félagsins vegna ferðalaga í einkaþotum á árunum 2007 til og með 2009 nærri 600 milljónir króna.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í úttekt Ernst & Young hf. á félaginu.

Milestone verður nú, sem kunnugt er, tekið til gjaldþrotaskipta eftir að kröfuhafar höfnuðu nauðasamningum. Kröfur í búið nema um 80 milljörðum króna.