Bæði úrvalsdeildarknattspyrnuliðin í Manchester á Englandi festu kaup á rándýrum framherjum í kvöld. Manchester United batt enda á langa og stranga atburðarás og fékk búlgarska framherjann Dimitar Berbatov til liðs við sig gegn 30,75 milljóna punda greiðslu. Frá þessu var greint á Sky Sports rétt í þessu.

Berbatov mun klæðast treyju númer 9 hjá félaginu, en um hana losnaði eftir að Louis Saha gekk til liðs við Everton.

Manchester City blandaði sér í baráttuna um Búlgarann og bauð 34 milljónir punda í dag, og var því tilboði tekið. Það gekk þó ekki eftir, en lendingin varð sú að City fékk til liðs við sig brasilíska landsliðsframherjan Robinho frá Real Madrid á 32,5 milljónir.