Tap af rekstri Mandólín hf. nam 735,2 milljónum króna fyrir árið 2020. Félagið heldur utan um eignarhlut íslenskra fjárfesta í Cambridge Plaza Venture Company ehf. sem að sér um að byggja og reka Marriott-Edition hótelið sem verið er að reisa við Hörpu. Tapið má rekja til gangvirðisbreytinga í Cambridge Plaza Venture Company ehf. vegna óvissu um áhrif Covid-19 á rekstur hótelsins.

Eignarhlutur Mandólín í Cambridge Plaza Venture Company við lok árs 2020 var 70,5% og bókfært verð hlutarins er ríflega fjórir milljarðar. Mandólín lagði tæplega 1,3 milljarða króna í verkefnið á síðasta ári og var eigið fé félagsins í lok árs 4,1 milljarðar króna sem er 17% hækkun á milli áranna 2019 og 2020.

Marriott Edition er fyrsta fimm stjörnu hótelið á höfuðborgarsvæðinu og verða herbergin um 250 talsins. Upphaflega var ráðgert að opnun hótelsins yrði árið 2018 en stefnt er að opnun hótelsins síðar á þessu ári.

Fjárfestingafélagið SÍA III, rekið af Stefni, á 49,9% hlut í Mandólín. Þá eiga félögin Stormtré ehf., sem er í eigu Hreggviðs Jónssonar, og Snæból ehf., í eigu Steinunnar Jónsdóttur og Finns Stefánssonar, eiga sitthvorn 12,5% hlut. Þá eiga Vitinn Reykjavík ehf. 9,4%, Almenni lífeyrissjóðurinn 6,2%, Festa lífeyrissjóður 5,4% og Feier ehf. 4,06% hlut í Mandólín.