*

fimmtudagur, 28. maí 2020
Innlent 8. apríl 2020 16:01

Ríflega 900 milljóna tap

Eignahlutur Horn III í Basko, sem metinn var á 1.045 milljónir 2018 var seldur á 30 milljónir í fyrra.

Ritstjórn
Skeljungur keypti Basko í fyrra.
Aðsend mynd

Framtakssjóðurinn Horn III, sem rekinn er af Landsbréfum, tapaði 940 milljónum króna á síðasta ári og jókst tap sjóðsins um 783 milljónir á milli ára. Gangvirðisbreytingar á eignum félagsins voru neikvæðar um 772 milljónir króna á meðan engar breytingar urðu árið á undan.

Tapið kemur til af því að í september á síðasta ári seldi sjóðurinn 88% hlut sinn í Basko ehf. rekstrarfélagi 10-11 og áður Iceland og Dunkin Donuts fyrir 30 milljónir til Skeljungs en í lok árs 2018 var hluturinn metinn á 1.045 milljónir króna. Á sama tíma keypti Horn 50% hlut Basko í Eldum rétt á 422 milljónir. Á móti kemur að 50% hlutur sjóðsins í Líflandi hækkaði um 93 milljónir milli ára og er nú metinn á 710 milljónir auk þess sem 40% hlutur í Bílaleigu Flugleiða, rekstraraðila Hertz, er nú metinn á 1,3 milljarða og hækkaði um 145 milljónir milli ára.

Stikkorð: Skeljungur Basko Horn III