Mikil viðskipti voru með hlutabréf í kauphöll Nasdaq á Íslandi í viðskiptum dagsins þar sem þrjú félög hækkuðu um meira en eitt prósentustig og þrjú félög lækkuðu um meira en eitt prósentustig. Heildarvelta nam 4,2 milljörðum króna í 262 viðskiptum. Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,3% og stendur í 2.219 stigum og hefur aldrei verið hærri.

Mest viðskipti voru með hlutabréf Arion banka fyrir 1,1 milljarð króna og hækkuðu bréfin næst mest eða um 2,52%. Þau standa nú í 77,4 krónum hvert. Fyrir hádegi í dag voru ein viðskipti með bréf Arion banka fyrir tæplega 760 milljónir króna eða tíu milljón hluti.

Mest hækkun var á hlutabréfum Eimskips eða um 3,47% sem standa nú í 149 krónum. Við lokun markaða 12. október síðastliðinn stóðu bréfin í 136 krónum og hafa hækkað um tæplega tíu prósent síðan þá.

Mest lækkuðu hlutabréf Regins um 1,55% sem standa í 15,9 krónum hvert. Næst mest lækkun var á bréfum TM um 1,14% sem standa í 39 krónum hvert. Þriðja mest lækkun var á bréfum Icelandair um 1,05% sem standa í 0,94 krónum. Hlutabréf Reita voru þau einu sem stóðu óbreytt eða í 45,85 krónum