Alþingi
Alþingi
© Axel Jón Fjeldsted (VB MYND/AXEL JÓN)

Gott samband er á milli þeirra Vigdísar Hauksdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins og formann fjárlaganefndar Alþingis, og Guðna Ágústssonar, fyrrverandi formann og ráðherra flokksins. Þau rífast samt stundum. Guðni er mágur Vigdísar.

Spurð út í samskiptin við Guðna segir Vigdís:

„Það er mjög gott samband okkar á milli og við ræðum mikið um flokkinn. En ég er rosalega sjálfstæð og byggi á eigin skoðunum. Það halda kannski margir að Guðni stjórni mér á bak við tjöldin. En það gerir enginn. Við Guðni erum oft ósammála og rífumst stundum. Þeir sem þekkja mig vita að það er ekki hægt að stjórna mér,“ segir hún.

Steingrímur heillaði

Vigdís Hauksdóttir er komin af grænum ættum og pólitísk fram í fingurgóma. Hún er ættuð af Suðurlandinu, nánar tiltekið frá Stóru Reykjum í Hraungerðishreppi í Flóanum. Hún hefur verið lengi í flokknum:

„Afi var oddviti og hreppstjóri og pabbi líka. Ég gekk í Framsóknarflokkinn þegar ég var að verða 18 ára. Steingrímur Hermannsson var þá formaður flokksins. Hann varð til þess að ég ákvað að verða flokksbundin. Hann var vinsæll. Svo voru systkini mín líka í flokknum. Ég tók algjört hlé frá Framsóknarflokknuum á Bifröst en stofnaði þar af vísu Framsóknarfélag,“ segir hún.

Ítarlegt viðtal við Vigdísi Hauksdóttur má lesa í Viðskiptablaðinu 29. ágúst 2013. Sá hluti viðtalsins sem hér mátti lesa rataði ekki á síður blaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið allt hér að ofan undir liðnum tölublöð .