Skipasmíðastöðin Hayvard Ship Technology hefur rift samningi sínum við Fáfni Offshore um smíði á nýju fimm milljarða króna þjónustuskipi þess sem að átti að nýta til að þjónusta olíuborpalla. Afhendingu skipsins hafði verið frestað tvisvar. Frá þessu er greint á norska vefnum Maritime .

Hayvard krefst einnig bóta fyrir því tapi sem að að það telur sig hafa orðið fyrir vegna málsins og að skipið verði selt upp í skuldir.

Skipinu Fáfnir Viking, sem er í eigu dótturfélags Fáfnis, hefur ekki verið tryggð nein verkefni meðal annars vegna verkefnaskorts í olíuvinnslu í Noregi. Skipið hefur legið í bryggju í Leirík frá árinu 2015.

Viðskiptablaðið hefur áður fjallað um það að Fáfnir Offshore tapaði tveimur milljörðum árið 2015. Fáfnir hafði þurft að greiða skipasmíðafyrirtækinu Hayvard 12,75 milljónir norskra króna eða því sem jafngildir 191 milljón vegna kostnaðar við seinkunar á byggingu skipsins.

Stærstu eigendur Fáfnis eru meðal annars tveir framtakssjóðir - sem eru að stórum hluta fjármagnaðir af íslenskum lífeyrissjóðum.