Stjórn Klúbbs matreiðslumeistara hefur rift samstarfssamningi kokkalandsliðsins við laxeldisfyrirtækið Arnarlax.

Í tilkynningu frá stjórninni kemur fram að það hafi þegar sent Arnalax yfirlýsingu þess efnis.

Riftun samningsins kemur í kjölfar þess að fjórtán meðlimir kokkalandsliðsins sögðu sig úr landsliðinu vegna samstarfsins við Arnarlax.

Stjórnin harmi þau viðbrögð sem samstarfssamningurinn hefur valdið og vonast til að ákvörðunin skapi sátt um störf kokkalandsliðsins í framtíðinni og að forsvarsmenn Arnarlax og aðrir sem að málinu koma sýni málinu skilning.