*

föstudagur, 24. september 2021
Erlent 24. júlí 2021 15:36

Ríg­halda í Dimon með 6 milljarða fríðindum

Jamie Dimon, forstjóri JP Morgan Chase, mun fá kauprétti sem áætlað er að geti skilað honum allt að 6 milljörðum króna.

Ritstjórn
Jamie Dimon, forstjóri JP Morgan Chase
epa

Stjórn bandaríska fjárfestingabankans JP Morgan Chase, hefur ákveðið að veita forstjóranum Jamie Dimon „sérstök fríðindi“ til að endurspegla vonir hennar um að Dimon stýri bankanum í mörg ár til viðbótar. 

Dimon fær úthlutað kaupréttum sem hafa að meðaltali lausnarverðið 148,7 dollarar á hlut en gengi fjárfestingabankans stendur nú í 150,6. Dimon, sem hefur starfað einna lengst sem forstjóri á Wall Street, gæti því hagnast verulega ef hlutabréfaverð bankans hækkar á næstu árum. 

Miðað við innri líkön JP Morgan munu kaupréttirnir skila honum um 6 milljarða króna á tíu ára tímabili, samkvæmt heimildarmönnum Financial Times. Innlausn kaupréttanna er þó háð því að hann verði áfram forstjóri bankans. 

Þessi viðbót er ekki hluti af árlegum launapakki Dimon sem er metinn á 31,5 milljónir dala eða um 4 milljarða króna, á ári. Auðæfi hans er talinn nema 1,8 milljörðum dala samkvæmt Forbes.