Í dag var undirritaður þríhliða samningur milli Icelandair, Reykjavíkurborgar og Hr. Örlygs um áframhaldandi stuðning og samstarf við framkvæmd Iceland Airwaves hátíðarinnar til fjögurra ára, segir í fréttatilkynningu.

Þorsteinn Stephensen, forstjóri Hr. Örlygs, sagði að án aðstoðar Icelandair og Reykjavíkurborgar hefði ekki verið hægt að halda partýinu gangandi og hrósaði báðum aðilum fyrir framsýni og aðstoð.

Hann sagði jafnframt að þegar Icelandair hafi ákveðið að styrkja hátíðina árið 1999 hafi mikið frumkvöðlastarf hafa verið unnið, því fram að því hafi ekki tíðkast að fyrirtæki styrktu menningaratburði af þessum toga.

Gunnar Már Sigurfinnsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Icelandair, lýsti yfir mikilli ánægju með samstarfið og sagði að óvenjulegustu hugmyndirnar reyndust oft þær bestu.