Þriðja endurskoður efnahagsáætlunar Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) verður tekin fyrir í framkvæmdarstjórn AGS þann 29. september næstkomandi.

Í tilkynningu frá efnahags- og viðskiptaráðuneytinu segir að íslensk stjórnvöld hafi sent sjóðnum endurnýjaða viljayfirlýsingu (e. Letter of Intent) í samræmi við reglur sjóðsins. Samkomulag hafi náðst um að endurskoðun fari fram í lok mánaðar.