Pólska farsímafyrirtækið P4, sem er í að miklu leyti í eigu fjárfestingafélagsins Novators, mun setja í loftið þriðju kynslóðar (3G) farsímaþjónustu sína í mars næstkomandi, að sögn talsmanns félagsins, en áður var áætlað að bjóða þjónustuna í desember síðastliðnum.

P4 tilkynnti fyrir jól að þriggja mánaða seinkun yrði á að þriðju kynslóðar farsímaþjónustunni. Ásgeir Friðgreirsson, talsmaður Novators, sagði í samtali við Viðskiptablaðið í gær tafirnar hafi orðið vegna þess hve þess hve mikinn tíma það tók til að tryggja leyfi fyrir byggingu mannvirkja fyrir símakerfið, en búist er við að því verði lokið á fyrsta ársfjórðungi 2007.

Talsmaður P4, Magdalena, Sawicka, segir að þegar hafi nokkrir sendar verið reistir en hún neitaði að gefa upp fjöldann. Forstjóri P4, Chris Bannister, sagði í desember að fyrirtækið hefði þá aðeins tryggt sér leyfi fyrir byggingu á 36 af þeim 500 stöðvum sem þarf til að setja kerfið af stað.

P4 mun fjárfesta um einn milljarð Bandaríkjadala, eða um 70 milljarða íslenskra króna, á næstu þremur til fjórum árum í uppbyggingu þjónustunnar. Novator á 70% hlut í P4 en pólska símafyrirtækið Neta á 30%.