Steve Jobs, forstjóri Apple, er þriðji valdamesti maður heims á markaðinum samkvæmt lista Forbes yfir valdamestu einstaklinga heims.

Jobs. hefur margsinnis sannað hversu magnaður hugbúnaðarhugsuður hann er. Apple er nú verðmætasta fyrirtæki heims en gengi bréfa í fyrirtækinu hefur hækkað mikið að undanförnu. Þar hefur velgengni iPhone, iPad og iPod skipt sköpum, en þessar vörur hafa haft gríðarleg áhrif á hugbúnaðargeirann.

Bill Gates, stofnandi Microsoft, er í fyrsta sæti listans yfir einstaklinga á markaði og fjölmiðlarisinn Rubert Murdoch er í 2. sæti listans.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .