Mikil fækkun varð á nýskráningum einkahlutafélaga á fyrstu fimm mánuðum ársins samanborið við sama tímabil í fyrra, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Á fyrstu fimm mánuðum ársins voru 749 ný einkahlutafélög skráð sem er 31% samdráttur frá árinu 2009 þegar 1.085 félög voru stofnuð. Fækkunin er öllu meiri þegar horft er til ársins 2008, eða um 37%.

Þegar einungis maímánuður er skoðaður má sjá að fækkunin á milli áranna 2009 og 2010 er 22% en 161 nýtt einkahlutafélag var skráð í maí s.l. en 206 í fyrra.