Fjárfestar frá Mið-Austurlöndum eiga nú um þriðjungshlut í breska Barclays bankanum, eftir  7,3 milljarða punda hlutafjáraukningu bankans.

Barclays segir hlutafjáraukninguna útvega nægt fé til að halda áfram rekstri án þess að þurfa á aðstoð breska ríkisins að halda.

Barclays bankinn hefur tapað milljörðum punda á afskriftum skulda á þesus ári. Í júlí sl. safnaði bankinn 4,5 milljörðum punda frá hluthöfum sínum.

Sjeikinn Mansour Bin Zayed Al Nahyan eignast 16,3% hlut í Barclays. Hann segir fjárfestingu sína vera traustsyfirlýsingu á breskt fjármálakerfi.

Aðrir breskir bankar, t.d. Royal Bank of Scotland, Lloyds TSB og HBOS hafa þáð aðstoð breska ríkisins við fjármögnun, sem þýðir að ríkið verður stór hluthafi í bönkunum.

Barclays bankinn telur sig hafa samkeppnisforskot þar sem yfirvöld eiga ekki hlut í bankanum.

Reuters greindi frá.