Bernarnd Arnault hefur óskað eftir ríkisfangi í Belgíu. Arnault, sem  er efnaðasti maður Frakklands, er forstjóri og stjórnarformaður Moët Hennessy Louis Vuitton (LVMH) sem er stærsti framleiðandi lúxusvara í heiminum. Þetta kemur fram á vef WSJ.

Umsóknin kemur fram á sama tíma og  François Hollande undirbýr að leggja allt að 75% skatt á þá sem eru með tekjur yfir eina milljón evra á ári.

LVMH sendi frá sér fréttatilkynningu vegna umfjöllunar franskra fjölmiðla um málið. Segir fyrirtækið að Arnault muni áfram greiða skatta í Frakklandi og félagið muni áfram byggja upp starfssemi sína þar í landi.

HIns vegar segir ekki í tilkynningunni að nýtt ríkisfang myndi ekki lækka mögulega skattbyrði Arnault.

Forbes tímaritið metur eignir Arnault á 41 milljarð dala, um 5.000 milljarða króna.