Mexíkóski auðkýfingurinn Carlos Slim er sagður á milli tveggja elda eftir að stjórn hollenska fjarskiptafyrirtækisins Royal KPN féllst ekki á yfirtökutilboð hans. Tilboðið hljóðaði upp á 9,7 milljarða dala, jafnvirði rúmra 1.100 milljarða íslenskra króna. Símafyrirtækið Slim, America Movil, á um 30% hlut í hollenska fyrirtækinu.

Gengi hlutabréfa í KPN hefur fallið um 70% síðan Slim keypti þau fyrir átta evrur á bréfið í gær. Þar af féllu þau um 10% í gær og endaði í 2,18 evrur á hlut. Tilboð Slims hljóðaði upp á 2,4 evrur á hlut.

Bloomberg-fréttaveitan segir að samkvæmt hollenskum lögum megi Slim ekki leggja fram nýtt tilboð í KNP í hálft ár. Fréttaveitan segir Slim hafi leitað eftir því að fóta sig utan Ameríku og festa sér stóran hlut í evrópsku fjarskiptafyrirtæki. Þar af á hann um 26% hlut í austurríska fjarskiptafyrirtækinu Telekom Austria.