Carlos Slim sem er ríkasti maður heims samkvæmt tímaritinu Forbes hefur undanfarnar vikur selt silfur með framvirkum samningum. Þetta staðfesti upplýsingafulltrúi Slim í gær við fréttastofu CNBC.

Samningarnir eru til tveggja og þriggja ára til að vega á móti (e. hedge) áhættu Slim en hann á stórar silfurnámur í gegnum félag sitt Minera Frisco, S.A.B. de C.V.

Getgátur um að Slim væri að eiga viðskipta á markaðnum hafa gengið fjöllum hærra undanfarnar vikur samkvæmt verðbréfamiðlurum.