*

fimmtudagur, 27. júní 2019
Erlent 21. maí 2015 10:20

Ríkasti maður Kína tapaði 2.000 milljörðum á klukkutíma

Gengi hlutabréfa í kínverska fyrirtækinu Hanergy hrundi um 47% á einum klukkutíma í gær.

Ritstjórn

Li Hejun, sem er ríkasti maður Kína, hefur ekki átt sérstaklega góða viku í viðskiptaheiminum. Þannig tapaði hann 15 milljörðum dala, jafngildi tæplega 2.000 milljarða íslenskra króna, í gær þegar gengi hlutabréfa í fyrirtæki hans Hanergy hrundi um 47%. Þetta kemur fram í frétt CNN.

Markaðsvirði fyrirtækisins lækkaði um 18,6 milljarða dala við gengishrunið, en eignarhluti Hejun nemur rúmum 80% í heildina. Gengið tók að hrynja þegar upplýsingar bárust um að tilkynningar væri að vænta frá fyrirtækinu, en óljóst er hvaða upplýsingar tilkynningin átti að bera með sér. Núna einum degi síðar hefur tilkynningin ekki enn borist og klóra menn sér í höfðinu yfir gengishruni fyrirtækisins.

Hlutabréf Hanergy hafa rokið upp í verði síðastliðið ár, eða um 625% í heildina, og þegar mest lét nam virði þess 45 milljörðum dala. Það gerðist fyrir mánuði síðan og skreið Hejun þá upp fyrir Jack Ma, stofnanda Alibaba, yfir ríkustu menn landsins.

Bréfin hafa nú verið tekin úr viðskiptum uns tilkynning berst frá fyrirtækinu.

Stikkorð: Jack Ma Li Hejun Hanergy
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is